„Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 20:45 Sverrir Ingi er klár í slaginn. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra. „Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
„Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira