Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:17 Talið er að minnst sjö bílar hafi hafnað í ánni. Ap/Kaitlin Newman Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24
Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21