Stálu áli í Grindavík en gómaðir af lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 14:19 Úr öryggismyndavél Vélsmiðju Grindavíkur. Óprúttnir aðilar gerðu tilraun til að stela brotajárni og áli frá Vélsmiðju Grindavíkur í gærkvöldi. Ómar Davíð Ólafsson, eigandi Vélsmiðjunnar, segir að lögreglan hafi nappað þjófana þegar þeir voru komnir með tvö kör af áli inn í bílinn hjá sér. Í samtali við fréttastofu segir Ómar, sem tekur fram að ránsfengurinn hafi ekki verið sérlega verðmætur og giskar á að andvirði hans sé um 50 þúsund krónur. „En hvað veit maður um hvað þeir ætluðu svo að gera.“ Ómar segist hafa áhyggjur af aðgengismálum í Grindavík og kveðst ekki vera einn um það. Grindvíkingar séu hálf uggandi yfir ástandinu. „Þetta brennur aðeins á okkur,“ segir hann. „Hver sem er getur komið þarna inn, gefið upp einhverja kennitölu, sagt að hann vinni í Grindavík eða að hann sé íbúi. Þá bara kemst hann inn í bæinn.“ Ómar segir að bæjarbúar fari að gera þá kröfu að lausn verði fundin á þessum aðgengismálum. Hann minnist á QR-kóða sem þurfti um tíma til að komast í bæinn, en eru ekki lengur í notkun. „Aðrir sem væru þá ekki með kóða kæmust þá bara ekki inn, nema þeir myndu gera almennilega grein fyrir því hvað þeir ætluðu að gera, og framvísa persónuskilríkjum.“ Ekki er um fyrsta þjófnaðarmálið í Grindavík sem til umfjöllunar í dag. Í morgun ræddi fréttastofa við Jón Pálmar Ragnarsson, einn eiganda Bláhæðar byggingarfyrirtækis, sem uppgötvaði þjófnað í gærkvöld. Í því máli var járnmottum stolið af byggingalóð á einhvern tímann á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Talið er að andvirði mottnanna hafi verið 1,2 milljónir króna. Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25. mars 2024 10:45 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ómar, sem tekur fram að ránsfengurinn hafi ekki verið sérlega verðmætur og giskar á að andvirði hans sé um 50 þúsund krónur. „En hvað veit maður um hvað þeir ætluðu svo að gera.“ Ómar segist hafa áhyggjur af aðgengismálum í Grindavík og kveðst ekki vera einn um það. Grindvíkingar séu hálf uggandi yfir ástandinu. „Þetta brennur aðeins á okkur,“ segir hann. „Hver sem er getur komið þarna inn, gefið upp einhverja kennitölu, sagt að hann vinni í Grindavík eða að hann sé íbúi. Þá bara kemst hann inn í bæinn.“ Ómar segir að bæjarbúar fari að gera þá kröfu að lausn verði fundin á þessum aðgengismálum. Hann minnist á QR-kóða sem þurfti um tíma til að komast í bæinn, en eru ekki lengur í notkun. „Aðrir sem væru þá ekki með kóða kæmust þá bara ekki inn, nema þeir myndu gera almennilega grein fyrir því hvað þeir ætluðu að gera, og framvísa persónuskilríkjum.“ Ekki er um fyrsta þjófnaðarmálið í Grindavík sem til umfjöllunar í dag. Í morgun ræddi fréttastofa við Jón Pálmar Ragnarsson, einn eiganda Bláhæðar byggingarfyrirtækis, sem uppgötvaði þjófnað í gærkvöld. Í því máli var járnmottum stolið af byggingalóð á einhvern tímann á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Talið er að andvirði mottnanna hafi verið 1,2 milljónir króna.
Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25. mars 2024 10:45 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25. mars 2024 10:45