Handbolti

Viktor Gísli sagður á leið til Barcelona

Valur Páll Eiríksson skrifar
Er Viktor Gísli á leið til Katalóníu?
Er Viktor Gísli á leið til Katalóníu? VÍSIR/VILHELM

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er sagður vera búinn að semja um skipti til spænska stórliðsins Barcelona eftir næstu leiktíð.

Útvarpsþátturinn Tot costa sem sendur er út í Katalóníu greinir frá þessu á X-síðu þáttarins. Þar segir að Viktor Gísli hafi gert samkomulag um að ganga í raðir Barcelona sumarið 2025 sem og vinstri hornamaðurinn Dani Fernández, sem leikur með Stuttgart.

Viktor Gísli er leikmaður Nantes í Frakklandi og hefur leikið fyrir liðið síðan 2022. Áður lék hann með GOG í Danmörku. Hann er 23 ára gamall og vakti fyrst athygli 16 ára gamall í marki Fram.

Hann var aðeins 19 ára þegar hann flutti til Danmerkur og hefur verið fastamaður með Íslandi á stórmótum frá EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×