„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. mars 2024 22:37 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga