„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 13:30 Dana White, forseti og starfandi framkvæmdastjóri UFC sambandsins Vísir/Getty Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gamlárskvöld árið 2022 var Dana White, forseti UFC sambandsins myndaður vera að slá eiginkonu sína, Anne White, ítrekað utanundir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlaðvarpsþætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp. „Ég og eiginkona mín gengum í gegnum erfiðar aðstæður á síðasta ári, aðstæður sem við þurftum bæði að takast á við og það eina sem skipti okkur máli var farsæld barnanna okkar,“ sagði Dana í hlaðvarpsættinum The Sage Steele show sem er gerður út á vegum ESPN. Myndskeiðið af Dana White slá eiginkonu sína ítrekað fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir kölluðu meðal annarseftir afsögn White úr forsetastól UFC vegna málsins. „Ég verð dæmdur fyrir þetta restina af lífi mínu og þannig ætti það að vera. Þetta gerðist. Ég gerði þetta. Þegar að eitthvað svona gerist þá verðurðu að fara fram úr rúminu morguninn eftir, horfa á sjálfan þig í speglinum og í fyrsta lagi spyrja sjálfan þig hvernig þetta gæti hafa gerst? Hvernig kem ég í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur?“ Dana White segist réttilega hafa verið dæmdur en samt kannski ekki á réttmætan hátt frá öllum. „Það var fullt af fólki sem hélt því fram að fyrst að þetta átti sér stað þarna þá væri þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst. Ég myndi pottþétt segja það sama um einhvern annan. En í enda dags er það sannleikurinn sem skiptir máli. Þar skiptir mestu máli að börnin manns vita nákvæmlega hvaða mann maður hefur að geyma. MMA Bandaríkin Tengdar fréttir Kallað eftir afsögn eftir að forseti UFC sló til eiginkonu sinnar Dana White, forseti UFC bardagasamtakanna, hefur beðist afsökunar á því að hafa ítrekað slegið eiginkonu sína á nýársnótt eftir að myndskeið af atvikinu birtist á vefmiðlum í gær. Hann kveðst eiga sér engar málsbætur í málinu. 3. janúar 2023 16:31 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira
„Ég og eiginkona mín gengum í gegnum erfiðar aðstæður á síðasta ári, aðstæður sem við þurftum bæði að takast á við og það eina sem skipti okkur máli var farsæld barnanna okkar,“ sagði Dana í hlaðvarpsættinum The Sage Steele show sem er gerður út á vegum ESPN. Myndskeiðið af Dana White slá eiginkonu sína ítrekað fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir kölluðu meðal annarseftir afsögn White úr forsetastól UFC vegna málsins. „Ég verð dæmdur fyrir þetta restina af lífi mínu og þannig ætti það að vera. Þetta gerðist. Ég gerði þetta. Þegar að eitthvað svona gerist þá verðurðu að fara fram úr rúminu morguninn eftir, horfa á sjálfan þig í speglinum og í fyrsta lagi spyrja sjálfan þig hvernig þetta gæti hafa gerst? Hvernig kem ég í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur?“ Dana White segist réttilega hafa verið dæmdur en samt kannski ekki á réttmætan hátt frá öllum. „Það var fullt af fólki sem hélt því fram að fyrst að þetta átti sér stað þarna þá væri þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst. Ég myndi pottþétt segja það sama um einhvern annan. En í enda dags er það sannleikurinn sem skiptir máli. Þar skiptir mestu máli að börnin manns vita nákvæmlega hvaða mann maður hefur að geyma.
MMA Bandaríkin Tengdar fréttir Kallað eftir afsögn eftir að forseti UFC sló til eiginkonu sinnar Dana White, forseti UFC bardagasamtakanna, hefur beðist afsökunar á því að hafa ítrekað slegið eiginkonu sína á nýársnótt eftir að myndskeið af atvikinu birtist á vefmiðlum í gær. Hann kveðst eiga sér engar málsbætur í málinu. 3. janúar 2023 16:31 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira
Kallað eftir afsögn eftir að forseti UFC sló til eiginkonu sinnar Dana White, forseti UFC bardagasamtakanna, hefur beðist afsökunar á því að hafa ítrekað slegið eiginkonu sína á nýársnótt eftir að myndskeið af atvikinu birtist á vefmiðlum í gær. Hann kveðst eiga sér engar málsbætur í málinu. 3. janúar 2023 16:31