„Ég og eiginkona mín gengum í gegnum erfiðar aðstæður á síðasta ári, aðstæður sem við þurftum bæði að takast á við og það eina sem skipti okkur máli var farsæld barnanna okkar,“ sagði Dana í hlaðvarpsættinum The Sage Steele show sem er gerður út á vegum ESPN.
Myndskeiðið af Dana White slá eiginkonu sína ítrekað fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir kölluðu meðal annarseftir afsögn White úr forsetastól UFC vegna málsins.
„Ég verð dæmdur fyrir þetta restina af lífi mínu og þannig ætti það að vera. Þetta gerðist. Ég gerði þetta. Þegar að eitthvað svona gerist þá verðurðu að fara fram úr rúminu morguninn eftir, horfa á sjálfan þig í speglinum og í fyrsta lagi spyrja sjálfan þig hvernig þetta gæti hafa gerst? Hvernig kem ég í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur?“
Dana White segist réttilega hafa verið dæmdur en samt kannski ekki á réttmætan hátt frá öllum.
„Það var fullt af fólki sem hélt því fram að fyrst að þetta átti sér stað þarna þá væri þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst. Ég myndi pottþétt segja það sama um einhvern annan. En í enda dags er það sannleikurinn sem skiptir máli. Þar skiptir mestu máli að börnin manns vita nákvæmlega hvaða mann maður hefur að geyma.