Páskarnir - íhugunarhvatning Árni Stefán Árnason skrifar 28. mars 2024 15:01 Páskarnir, stærsta trúarhátíð kristinna manna, eru handan við hornið og sá heimssögulegi atburður er sannarlega tilefni til að skrifa um og upphefja. Kristnir menn á Íslandi verða örugglega, sem endranær, duglegir við að sinna sinni trú á þessum háheilögu dögum í helgistöðum landsins á meðan þeir eru á faraldsfæti í eftirsóttu páskafríi. Fátt veitir meiri ró og hvíld. Kirkjur eru í dag út um allt á Íslandi að hætti sannkristinna þjóða. Sum Guðshús eru á hinum afskekktustu stöðum og unun er að koma inn í mörg þeirra og hlusta á Guðs orð. Ég öfunda þá samt mest sem eru á ferðalagi í Róm að geta máske hlustað á og séð páfann. Þá get ég ekki leynt öfund minni til þeirra sem eru á ferðalagi í Jerúsalem, Ísrael og geta barið Golgata augum, hvar Jesú var krossfestur 34 ára gamall og hann vissi allan tímann hvers var að vænta og sagði að lokum: Drottinn fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra. Trúarsannfæring Ég var skírður til kaþólskrar trúar í St. Jósefskapellu, Hafnarfirði á páskum 1960 Foreldrar mínir komu úr ólíkum áttum kristni. Móðir mín var flóttamaður úr seinni heimsstyrjöldinni og kom til Íslands 1952 aðeins 15 ára gömul eftir miklar hrakningar á flótta undan Rússum. Hún settist að á Landakoti hjá frænkum sínum, St. Jósefssystrum. Hennar guðfræði var ekki flókin. Hún las aldrei biblíuna en hennar aðal haldreipi allt til síðasta andardráttar var nafna hennar, María guðsmóðir. Mamma skildi meira að segja ekki allt sem laut að páskunum og það skipti hana engu máli. Hún var leidd daglega og það er hafið yfir allan vafa að auðmýkt hennar gagnvart skapara sínum leiddi hana, að mestu óskaddaða, í gegnum óskaplegar þjáningar, fátækt og hungur í stríðinu. Hún dó södd lífdaga 85 ára gömul og hlakkaði til að hitta Guð sinn og foreldra. Margir hafa vitnað um bænheyrslur en mamma bað fyrir fjölda fólks og það vitnaði um bænheyrslur. Langafi minn var síra Árni Björnsson prestur að Görðum, Álftanesi, síðar Hafnarfjarðarkirkju. Hann var kvæntur Líneyju Sigurjónsdóttur frá Laxamýri og amma mín og dóttir þeirra var Snjólaug Guðrún Árnadóttir, organisti m.a. hjá langafa mínum. Amma veitti mér fallega kristilega leiðsögn. Ekki síður en frá mömmuvængnum komu trúarleg áhrif úr föðurvængnum það var aldrei spurning í huga pabba að samþykkja að ég yrði skírður kaþólskur. Þá naut ég kristilegrar fræðslu og leiðsagnar frænku minnar, sem var St. Jósefssystir og kenndi við hinn fræga kaþólska leikskóla í Hafnarfirði - Kató og síðast en ekki síst Karmelnunnanna, sem kvöddu Ísland fyrir 40 árum, voru nágrannar mínir. - Ég naut því þeirra forréttinda að fá afskaplega fræðandi uppvaxtarár um kristin gildi. Trúarleg áhrif Þannig varð ég fyrir miklum trúarlegum áhrifum strax í æsku. Þau hafa fylgt mér til dagsins í dag. Það hefur þó ekki verið án krókaleiða og hindrana því gagnrýn hugsun er mér líka í blóð borin, að kíkja á allt frá öllum áttum. Á árum áður fylltist ég oft miklum efasemdum þegar hlutir gengu ekki eftir eins og óskaði mér en ég bað samt stíft um í daglegum bænum mínum. Í dag er trúarlega sannfæring mín þó mjög mikil og hefur aldrei verið meiri. Ein af mínum uppáhalds æskuminningum. Móðir mín leiðir mig til sunnudagsmessu í kapellunni í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. - Þetta gerði hún á hverjum einasta sunnudegi þangað til ég var komin til vits og ára. Svo snérust hlutverk við. Ég ók henni í hjólastól til kirkju. Móðir mín fór stundum á hverjum morgni í messur á Karmelklaustrinu, á meðan heilsan leyfði. Vendipunkturinn Vendipunkturinn kom með auknum þroska. Sat úti í náttúrunni þegar ég var um þrítugt og spurði mig þegar ég horfði á flugu sniglast í kringum lítið marglitað blóm: hvernig varð þetta allt til og hver er tilgangurinn með flugunni og þessu ægifagra marglitaða blómi? Af hverju sækir flugan svona í blómið og af hverju ,,skreytir" blómið sig svona fallega. Í framhaldinu gekk ég minn göngutúr á enda og það rann upp fyrir mér að mér væri ekki ætlað að að skilja þetta. Í kjölfarið lá það fyrir að ég yrði að sætta mig við að trúa því sem ég sá en ekki leita skýringa af hverju hlutirnir væru svona. Náttúran er nefnilega svo stórbrotin, allt hefur tilgang. Hún og dýrin eru að, mínu mati, manninum miklu fremri, sérstakleg mörg hver dýrin, sem sýna magnaða hegðun á köflum Það var auðvelt að sætta sig við það og hætta að eyða orku í tilgangslausar vangaveltur af hverju eitthvað er eins og það er. Guð væri almáttugur og útilokað væri fyrir mig að komast að öllu um sköpunarverkið.. Ekki einu sinni menntuðustu fræðimönnum tækist það nokkurn tíma. Ég spurði mig líka þegar ég horfið á lítinn stein á gönguleið minni: hvernig varð fyrsti steinninn til. Svarið lá í augum uppi: hann hafði verið skapaður, einhver bjó hann til, ekki kom hann af sjálfu sér. Þakklæti Með auknum þroska öðlaðist ég æðruleysi og skilning á hinni heilögu þrenningu, Guði almáttugum, heilögum Anda og Jesú kristi. Auðveldast er að skilja og trúa einum mesta áhrifavaldi allra tíma, Jesú kristi. Hann er svo nálægt okkur í mankynssögunni og við trúum, án þess að efast, miklu eldri atburðum. Atburðum sem hafa enga sérstaka þýðingu að vita um og hafa ekki fært mankyninu neitt. Erfiðara er að skilja heilagan Anda. Ef maðurinn er hins vegar heiðarlegur í sinni trú þá getur maður verið handviss um að heilagur Andi leiði mann. Það er amk mín reynsla og trú. Ef maður vill svo hafa eitthvað það, sem ég kalla vitrænt haldreipi, þá til liggur í augum uppi, fyrir mig, að Guð er þarna, hann er verkfræðingurinn á bakvið sköpun alheimsins. Verkfræði sem við munum aldrei skilja hún hefur svo mikla yfirburði yfir mannlegan skilning. Og við þurfum ekki að skilja hana, við þurfum ekki að skilja að þegar við horfum til himins þá er engin endir eins og okkur finnst að það hljóti að þurfa að vera. En hvað væri þá bakvið þann vegg eða endir. Ég er því fullur þakklætis í dag fyrir að geta einfaldlega sagt: ég trúi - og það einfaldar líka allt svo mikið. Undur og stórmerki kristninnar koma fram á Páskunum, stærstu trúarhátíð kristinna mann, síðar upprisunni og að endingu á Hvítasunnunni þegar heilagur Andi birtist lærisveinunum sbr. það sem Jesú hafði heitið þeim og lesa má um í Jóhannesarguðspjalli. Einungis ávinningur Að leyfa sér að trúa þessu er fyrirhafnarlítið og gefandi og um leið og maður setur sig í þær stellingar, þá fara oft góðir atburðir að gerast og maður átti jafnvel síst von á. Falleg atvik detta inn eða óumflýjanleg sorg þegar t.d. ástvinir falla frá. En jafnvel þá getur hinn sannkristni samglaðst og sagt: nýtt líf hefur hafist fyrir hinn fallna frá ástvin, eilíft líf með skapara sínum. Dauðinn er nefnilega harla merkilegur fyrir allar sálir, sem skilja jarðneskar leifar sínar eftir hér á jörðu. Ég er t.d. mikill dýravinur og sannfæring mín um leið og ég þarf að lina þjáningar dýra minna er sú að ég hitti þau öll aftur þá er ég verð kallaður í eilífðina, muni að nýju eiga með þeim eilíft líf. Öll dýr eiga hug minn allan en sérstaklega dýr í neyð og þannig varð t.d. verndardýrlingur dýra og reyndar manna líka heilagur Frans frá Assisi einn af mestu áhrifavöldum í lífi mínu. Ekki ætla ég mér að gleyma sjálfri guðs móðurinn, sem mamma sagði bestu vinkonu sína. Í kaþólskum sið virka hlutirnir þannig hjá mörgum að þeir biðja guðsmóðurina að biðja fyrir sér. Við trúum því að hún virki þá sem tengiliður við sjálfan guð. Svo einföld er sú leið að það dugir að segja: heilaga María, guðsmóðir, bið þú fyrir mér. Punktur. Almættið les huga manns og hjarta og þetta steinliggur. Þakklátur fyrir sannfæringuna Kristilega sannfæring mín hefur aldrei verið meiri og bara vex. Ég veit ég get lagt allt, sem ég ræð ekki við sjálfur, í hendur heilags Anda, tilbeðið heilagan Frans og guðsmóðurina og það kemur lausn. Ekkert endilega sú sem ég var að sækjast eftir á þeim tíma en til langtíma litið einhver sem hefur gildi fyrir mig. Að sýna hinni heilögu þrenningu og heilögum Frans þessa auðmýkt og trú krefst aga en er svo sannarlega þess virði. Hvatning Ég hvet því alla kristna menn á Íslandi, til að gefa sér tíma til að hugleiða sögu páskanna, tilgang og markmið. Það er mjög gefandi og veitir lífsgæði. Ekki síst á það við um þá foreldra sem lofa kristilegu uppeldi við skírn barna þegar prestar Þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar blessa börnin og svo síðar þegar margir sömu unglingarnir staðfesta sína kristnu trú við fermingu samtímis samfylgd við Guð. Og talandi um börnin. Börn eru oftast miklir dýravinir. Því hef ég skellt inn tengli hér á teiknimynd hér fyrir neðan sem fjallar um heilagan Frans. Gleðilega páska. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Trúmál Páskar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Páskarnir, stærsta trúarhátíð kristinna manna, eru handan við hornið og sá heimssögulegi atburður er sannarlega tilefni til að skrifa um og upphefja. Kristnir menn á Íslandi verða örugglega, sem endranær, duglegir við að sinna sinni trú á þessum háheilögu dögum í helgistöðum landsins á meðan þeir eru á faraldsfæti í eftirsóttu páskafríi. Fátt veitir meiri ró og hvíld. Kirkjur eru í dag út um allt á Íslandi að hætti sannkristinna þjóða. Sum Guðshús eru á hinum afskekktustu stöðum og unun er að koma inn í mörg þeirra og hlusta á Guðs orð. Ég öfunda þá samt mest sem eru á ferðalagi í Róm að geta máske hlustað á og séð páfann. Þá get ég ekki leynt öfund minni til þeirra sem eru á ferðalagi í Jerúsalem, Ísrael og geta barið Golgata augum, hvar Jesú var krossfestur 34 ára gamall og hann vissi allan tímann hvers var að vænta og sagði að lokum: Drottinn fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra. Trúarsannfæring Ég var skírður til kaþólskrar trúar í St. Jósefskapellu, Hafnarfirði á páskum 1960 Foreldrar mínir komu úr ólíkum áttum kristni. Móðir mín var flóttamaður úr seinni heimsstyrjöldinni og kom til Íslands 1952 aðeins 15 ára gömul eftir miklar hrakningar á flótta undan Rússum. Hún settist að á Landakoti hjá frænkum sínum, St. Jósefssystrum. Hennar guðfræði var ekki flókin. Hún las aldrei biblíuna en hennar aðal haldreipi allt til síðasta andardráttar var nafna hennar, María guðsmóðir. Mamma skildi meira að segja ekki allt sem laut að páskunum og það skipti hana engu máli. Hún var leidd daglega og það er hafið yfir allan vafa að auðmýkt hennar gagnvart skapara sínum leiddi hana, að mestu óskaddaða, í gegnum óskaplegar þjáningar, fátækt og hungur í stríðinu. Hún dó södd lífdaga 85 ára gömul og hlakkaði til að hitta Guð sinn og foreldra. Margir hafa vitnað um bænheyrslur en mamma bað fyrir fjölda fólks og það vitnaði um bænheyrslur. Langafi minn var síra Árni Björnsson prestur að Görðum, Álftanesi, síðar Hafnarfjarðarkirkju. Hann var kvæntur Líneyju Sigurjónsdóttur frá Laxamýri og amma mín og dóttir þeirra var Snjólaug Guðrún Árnadóttir, organisti m.a. hjá langafa mínum. Amma veitti mér fallega kristilega leiðsögn. Ekki síður en frá mömmuvængnum komu trúarleg áhrif úr föðurvængnum það var aldrei spurning í huga pabba að samþykkja að ég yrði skírður kaþólskur. Þá naut ég kristilegrar fræðslu og leiðsagnar frænku minnar, sem var St. Jósefssystir og kenndi við hinn fræga kaþólska leikskóla í Hafnarfirði - Kató og síðast en ekki síst Karmelnunnanna, sem kvöddu Ísland fyrir 40 árum, voru nágrannar mínir. - Ég naut því þeirra forréttinda að fá afskaplega fræðandi uppvaxtarár um kristin gildi. Trúarleg áhrif Þannig varð ég fyrir miklum trúarlegum áhrifum strax í æsku. Þau hafa fylgt mér til dagsins í dag. Það hefur þó ekki verið án krókaleiða og hindrana því gagnrýn hugsun er mér líka í blóð borin, að kíkja á allt frá öllum áttum. Á árum áður fylltist ég oft miklum efasemdum þegar hlutir gengu ekki eftir eins og óskaði mér en ég bað samt stíft um í daglegum bænum mínum. Í dag er trúarlega sannfæring mín þó mjög mikil og hefur aldrei verið meiri. Ein af mínum uppáhalds æskuminningum. Móðir mín leiðir mig til sunnudagsmessu í kapellunni í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. - Þetta gerði hún á hverjum einasta sunnudegi þangað til ég var komin til vits og ára. Svo snérust hlutverk við. Ég ók henni í hjólastól til kirkju. Móðir mín fór stundum á hverjum morgni í messur á Karmelklaustrinu, á meðan heilsan leyfði. Vendipunkturinn Vendipunkturinn kom með auknum þroska. Sat úti í náttúrunni þegar ég var um þrítugt og spurði mig þegar ég horfði á flugu sniglast í kringum lítið marglitað blóm: hvernig varð þetta allt til og hver er tilgangurinn með flugunni og þessu ægifagra marglitaða blómi? Af hverju sækir flugan svona í blómið og af hverju ,,skreytir" blómið sig svona fallega. Í framhaldinu gekk ég minn göngutúr á enda og það rann upp fyrir mér að mér væri ekki ætlað að að skilja þetta. Í kjölfarið lá það fyrir að ég yrði að sætta mig við að trúa því sem ég sá en ekki leita skýringa af hverju hlutirnir væru svona. Náttúran er nefnilega svo stórbrotin, allt hefur tilgang. Hún og dýrin eru að, mínu mati, manninum miklu fremri, sérstakleg mörg hver dýrin, sem sýna magnaða hegðun á köflum Það var auðvelt að sætta sig við það og hætta að eyða orku í tilgangslausar vangaveltur af hverju eitthvað er eins og það er. Guð væri almáttugur og útilokað væri fyrir mig að komast að öllu um sköpunarverkið.. Ekki einu sinni menntuðustu fræðimönnum tækist það nokkurn tíma. Ég spurði mig líka þegar ég horfið á lítinn stein á gönguleið minni: hvernig varð fyrsti steinninn til. Svarið lá í augum uppi: hann hafði verið skapaður, einhver bjó hann til, ekki kom hann af sjálfu sér. Þakklæti Með auknum þroska öðlaðist ég æðruleysi og skilning á hinni heilögu þrenningu, Guði almáttugum, heilögum Anda og Jesú kristi. Auðveldast er að skilja og trúa einum mesta áhrifavaldi allra tíma, Jesú kristi. Hann er svo nálægt okkur í mankynssögunni og við trúum, án þess að efast, miklu eldri atburðum. Atburðum sem hafa enga sérstaka þýðingu að vita um og hafa ekki fært mankyninu neitt. Erfiðara er að skilja heilagan Anda. Ef maðurinn er hins vegar heiðarlegur í sinni trú þá getur maður verið handviss um að heilagur Andi leiði mann. Það er amk mín reynsla og trú. Ef maður vill svo hafa eitthvað það, sem ég kalla vitrænt haldreipi, þá til liggur í augum uppi, fyrir mig, að Guð er þarna, hann er verkfræðingurinn á bakvið sköpun alheimsins. Verkfræði sem við munum aldrei skilja hún hefur svo mikla yfirburði yfir mannlegan skilning. Og við þurfum ekki að skilja hana, við þurfum ekki að skilja að þegar við horfum til himins þá er engin endir eins og okkur finnst að það hljóti að þurfa að vera. En hvað væri þá bakvið þann vegg eða endir. Ég er því fullur þakklætis í dag fyrir að geta einfaldlega sagt: ég trúi - og það einfaldar líka allt svo mikið. Undur og stórmerki kristninnar koma fram á Páskunum, stærstu trúarhátíð kristinna mann, síðar upprisunni og að endingu á Hvítasunnunni þegar heilagur Andi birtist lærisveinunum sbr. það sem Jesú hafði heitið þeim og lesa má um í Jóhannesarguðspjalli. Einungis ávinningur Að leyfa sér að trúa þessu er fyrirhafnarlítið og gefandi og um leið og maður setur sig í þær stellingar, þá fara oft góðir atburðir að gerast og maður átti jafnvel síst von á. Falleg atvik detta inn eða óumflýjanleg sorg þegar t.d. ástvinir falla frá. En jafnvel þá getur hinn sannkristni samglaðst og sagt: nýtt líf hefur hafist fyrir hinn fallna frá ástvin, eilíft líf með skapara sínum. Dauðinn er nefnilega harla merkilegur fyrir allar sálir, sem skilja jarðneskar leifar sínar eftir hér á jörðu. Ég er t.d. mikill dýravinur og sannfæring mín um leið og ég þarf að lina þjáningar dýra minna er sú að ég hitti þau öll aftur þá er ég verð kallaður í eilífðina, muni að nýju eiga með þeim eilíft líf. Öll dýr eiga hug minn allan en sérstaklega dýr í neyð og þannig varð t.d. verndardýrlingur dýra og reyndar manna líka heilagur Frans frá Assisi einn af mestu áhrifavöldum í lífi mínu. Ekki ætla ég mér að gleyma sjálfri guðs móðurinn, sem mamma sagði bestu vinkonu sína. Í kaþólskum sið virka hlutirnir þannig hjá mörgum að þeir biðja guðsmóðurina að biðja fyrir sér. Við trúum því að hún virki þá sem tengiliður við sjálfan guð. Svo einföld er sú leið að það dugir að segja: heilaga María, guðsmóðir, bið þú fyrir mér. Punktur. Almættið les huga manns og hjarta og þetta steinliggur. Þakklátur fyrir sannfæringuna Kristilega sannfæring mín hefur aldrei verið meiri og bara vex. Ég veit ég get lagt allt, sem ég ræð ekki við sjálfur, í hendur heilags Anda, tilbeðið heilagan Frans og guðsmóðurina og það kemur lausn. Ekkert endilega sú sem ég var að sækjast eftir á þeim tíma en til langtíma litið einhver sem hefur gildi fyrir mig. Að sýna hinni heilögu þrenningu og heilögum Frans þessa auðmýkt og trú krefst aga en er svo sannarlega þess virði. Hvatning Ég hvet því alla kristna menn á Íslandi, til að gefa sér tíma til að hugleiða sögu páskanna, tilgang og markmið. Það er mjög gefandi og veitir lífsgæði. Ekki síst á það við um þá foreldra sem lofa kristilegu uppeldi við skírn barna þegar prestar Þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar blessa börnin og svo síðar þegar margir sömu unglingarnir staðfesta sína kristnu trú við fermingu samtímis samfylgd við Guð. Og talandi um börnin. Börn eru oftast miklir dýravinir. Því hef ég skellt inn tengli hér á teiknimynd hér fyrir neðan sem fjallar um heilagan Frans. Gleðilega páska. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar