Taka gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu alvarlega Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 11:06 Lóa Bára segir Origo vilja varðveita íslenska tungu og hvetur fólk til að hafa samband hafi það tillögur að nýyrðum. Samsett Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. „Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“ Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
„Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira