„Það er bara veisla framundan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 20:33 Óskar Bjarni var sáttur með sex marka sigur en vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum. vísir / pawel Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira