Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 18:26 Gul viðvörun er í gildi á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum til Austfjarða til miðnættis. Hægra megin má sjá mynd úr aðgerðum björgunarsveita á Vatnsskarði í dag. Kýrin hér til vinstri tengist frétt ekki beint heldur er hún af Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur/Landsbjörg Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Vísir náði tali af Gauta Halldórssyni, bónda í Engihlíð, sem mjólkaði á meðan hann ræddi við blaðamann. Engihlíð er núna í hámarksframleiðslu við að mjólka kýrnar sextíu og er því að „drukkna í mjólk“ eins og Gauti orðar það. „Það átti að sækja mjólk til okkar í gær, á laugardegi. En um hádegi í gær var okkur sagt að mjólkin yrði ekki sótt og ekki í dag heldur. Hún yrði ekki sótt fyrr en á morgun. Þá erum við allt í einu komin með sex daga mjólk sem við höfum ekki tankpláss fyrir,“ segir „Frekar en að hella mjólkinni í skíthúsið vildum við bjóða fólki ef það vildi nýta sér hana,“ segir hann. Nýta mjólkina með því að gefa kálfum og Vopnfirðingum Hugmyndin hafi kviknað af því fólk úr nágrenninu, einkum af erlendum uppruna, hefur undanfarið sýnt áhuga á að fá mjólk frá Engihlíð til að gera úr henni osta og aðrar mjólkurvörur. Eftir að mjólkin var auglýst í gær komu nokkrir en það hefur enginn komið í dag enda leiðindaveður. Kýrnar halda áfram að mjólka. Hvernig getið þið nýtt þetta? „Við erum eiginlega í hámarksframleiðslu núna og svo kemur þetta illviðri ofan í það. Við getum nýtt þetta helling í kálfa og ég held að við náum að nýta megnið af þessu,“ segir Gauti. Hefur eitthvað fólk komið eftir að þið auglýstuð? „Það kom svolítið af fólki í gær en það er búið að vera leiðinlegt veður í dag þannig það hefur ekkert verið til neinna ferðalaga innan sveita þannig það hefur enginn komið í dag,“ segir hann. Gauti segir að það séu ekki mikil snjóþyngsl í byggðum „en versta veður vetrarins“ sé í dag og „örugglega mjög leiðinlegt upp á heiðum.“ Þar sé hellingssnjór og skilst Gauta að snjómokstur hafi truflast þegar bílar festust. Tjón upp á milljón ef mjólkin verður ekki sótt á morgun Verst væri ef veðrið gengur ekki niður. Fjárhagslegt tjón af því að hella niður sex daga mjólkirbirgðum sé töluvert. „Það er eiginlega það sem ég hef mestar áhyggjur af er að það klúðrist. Ef veðrið gengur seint niður þá veit ég ekki hvað verður um mjólkina. Það yrði hrikalegt tjón ef við þyrftum að hella allri mjólkinni. Þá erum við að tala um lágmark milljón,“ segir Gauti. „En við skulum vona að þetta hafist á morgun,“ sagði hann að lokum við blaðamann og mjólkaði á sama tíma. Ófært víða á Austurlandi Ófært hefur verið víða á Austurlandi í dag, bæði um Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði til Vopnafjarðar. Lokað hefur verið um Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði og var veginum um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar loka síðdegis. Þá er skafrenningur í Jökuldal. Lögreglan á Austurlandi greindi frá því fyrir klukkustund að þæfingsfærð væri á Egilsstöðum og nágrenni og erfitt væri um vik að komast um bæinn vegna þessa og ökutæki föst víða. Það væri lítið ferðaveður í fjórðungnum, „hvort heldur innanbæjar eða utan“. Gular veðurviðvaranir vegna norðaustanhríðar eru í gildi til miðnættis í kvöld um allt norðanvert landið, frá Ströndum að Austfjörðum. Snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni fylgir veðrinu með tilheyrandi ófærð og vegalokunum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sagði í samtil við Rúv að björgunarveitir hefðu farið í útköll víða um norðanvert landið, á Austfjörðum og vestur á Blönduós. Björgunarsveitir fylgdu 200 bíla lest niður Langadal til Blönduóss klukkan 15 í dag. Veður Vopnafjörður Múlaþing Landbúnaður Færð á vegum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Vísir náði tali af Gauta Halldórssyni, bónda í Engihlíð, sem mjólkaði á meðan hann ræddi við blaðamann. Engihlíð er núna í hámarksframleiðslu við að mjólka kýrnar sextíu og er því að „drukkna í mjólk“ eins og Gauti orðar það. „Það átti að sækja mjólk til okkar í gær, á laugardegi. En um hádegi í gær var okkur sagt að mjólkin yrði ekki sótt og ekki í dag heldur. Hún yrði ekki sótt fyrr en á morgun. Þá erum við allt í einu komin með sex daga mjólk sem við höfum ekki tankpláss fyrir,“ segir „Frekar en að hella mjólkinni í skíthúsið vildum við bjóða fólki ef það vildi nýta sér hana,“ segir hann. Nýta mjólkina með því að gefa kálfum og Vopnfirðingum Hugmyndin hafi kviknað af því fólk úr nágrenninu, einkum af erlendum uppruna, hefur undanfarið sýnt áhuga á að fá mjólk frá Engihlíð til að gera úr henni osta og aðrar mjólkurvörur. Eftir að mjólkin var auglýst í gær komu nokkrir en það hefur enginn komið í dag enda leiðindaveður. Kýrnar halda áfram að mjólka. Hvernig getið þið nýtt þetta? „Við erum eiginlega í hámarksframleiðslu núna og svo kemur þetta illviðri ofan í það. Við getum nýtt þetta helling í kálfa og ég held að við náum að nýta megnið af þessu,“ segir Gauti. Hefur eitthvað fólk komið eftir að þið auglýstuð? „Það kom svolítið af fólki í gær en það er búið að vera leiðinlegt veður í dag þannig það hefur ekkert verið til neinna ferðalaga innan sveita þannig það hefur enginn komið í dag,“ segir hann. Gauti segir að það séu ekki mikil snjóþyngsl í byggðum „en versta veður vetrarins“ sé í dag og „örugglega mjög leiðinlegt upp á heiðum.“ Þar sé hellingssnjór og skilst Gauta að snjómokstur hafi truflast þegar bílar festust. Tjón upp á milljón ef mjólkin verður ekki sótt á morgun Verst væri ef veðrið gengur ekki niður. Fjárhagslegt tjón af því að hella niður sex daga mjólkirbirgðum sé töluvert. „Það er eiginlega það sem ég hef mestar áhyggjur af er að það klúðrist. Ef veðrið gengur seint niður þá veit ég ekki hvað verður um mjólkina. Það yrði hrikalegt tjón ef við þyrftum að hella allri mjólkinni. Þá erum við að tala um lágmark milljón,“ segir Gauti. „En við skulum vona að þetta hafist á morgun,“ sagði hann að lokum við blaðamann og mjólkaði á sama tíma. Ófært víða á Austurlandi Ófært hefur verið víða á Austurlandi í dag, bæði um Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði til Vopnafjarðar. Lokað hefur verið um Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði og var veginum um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar loka síðdegis. Þá er skafrenningur í Jökuldal. Lögreglan á Austurlandi greindi frá því fyrir klukkustund að þæfingsfærð væri á Egilsstöðum og nágrenni og erfitt væri um vik að komast um bæinn vegna þessa og ökutæki föst víða. Það væri lítið ferðaveður í fjórðungnum, „hvort heldur innanbæjar eða utan“. Gular veðurviðvaranir vegna norðaustanhríðar eru í gildi til miðnættis í kvöld um allt norðanvert landið, frá Ströndum að Austfjörðum. Snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni fylgir veðrinu með tilheyrandi ófærð og vegalokunum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sagði í samtil við Rúv að björgunarveitir hefðu farið í útköll víða um norðanvert landið, á Austfjörðum og vestur á Blönduós. Björgunarsveitir fylgdu 200 bíla lest niður Langadal til Blönduóss klukkan 15 í dag.
Veður Vopnafjörður Múlaþing Landbúnaður Færð á vegum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira