Íslenskt táknmál, ég og við öll Birta Björg Heiðarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 07:30 Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Ung kona í þeirri forréttindastöðu að heyra, sjá, geta talað og geta tekið þátt í samfélaginu á allan þann hátt sem mér þóknast. Og ekki nóg með það, þá starfa ég sem táknmálskennari í grunnskóla. En af hverju ekki ég? Ég trúi því nefnilega að við höfum öll eitthvað merkilegt að segja, höfum öll eitthvað fram að færa og þörfnumst öll eins; að á okkur sé hlustað og við séum skilin. Sú mannlega þrá að mynda og eiga tengsl við annað fólk ríkir svo sterkt innra með okkur öllum. Til þess notum við ýmsar leiðir, við reynum að ofur útskýra svo fólk skilji okkur betur, breytum okkur sjálfum svo það sé ekki of flókið að skilja okkur og afsökum okkur svo þegar það mistekst. Í öllum tilvikunum þurfa þó skilaboðin að komast áleiðis, komast manna á milli fyrir tilstilli tungumáls. En hvað gerum við þegar fólkið í kringum okkur neitar okkur um að gera okkur skiljanleg á nokkurn hátt, líkt og gert var með táknmálsbanninu um heim allan um aldamótin 1900. Banninu var framfylgt hér á landi frá miðri tuttugustu öld og var þá táknmál af öllu tagi bannað innan veggja heyrnleysingjaskólans en kennsla heyrnarlausra hafði fram að því farið fram á táknmáli. Börnin létu það ekki stoppa sig; vegna þess að þar sem er hópur einstaklinga, sem öll hafa þá sömu þrá að skilja og vera skilin, þar er til tungumál. Því stálust börnin til að tala saman á táknmáli utan kennslu, í frímínútum og á heimavistinni án vitundar heyrandi fólks. Börnin nýttu sér allar mögulegar leiðir til að eiga í samskiptum og tengslum hvort við annað, sóttu sér kunnáttu annars staðar frá og auðguðu þannig málið. Þar til þau höfðu loks fengið nóg og gerðu uppreisn (Valgerður Stefánsdóttir, 2023). Nemendurnir tóku stóla fram á gang, stilltu þeim upp í röð eftir ganginum endilöngum, settust í stólana, krosslögðu hendur og neituðu að fara inn í stofur nema þau fengju að tala þar táknmál; ekki fyrr en þeirra tilvist sem manneskjur væri viðurkennd að nýju. Það er því mikill sannleikur í eftirfarandi orðum Terje Basilier: “Ef ég viðurkenni mál annars manns, hef ég þar með viðurkennt manninn. En ef ég viðurkenni ekki mál hans, hef ég þar með hafnað honum, vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Þessi áhrifaríkuorð prýða veggi félags heyrnarlausra og áttu jafn vel við þá sem í dag og alla daga. Árið 2011 fékk íslenskt táknmál loks viðurkenninguna sem Döff fólk hafði barist fyrir lengi. Þau börðust fyrir því að hafa tækifæri til að mynda tengsl, börðust fyrir því að eiga innangengt í samfélag sem hafði kúgað þau og lítillækkað, því þrátt fyrir allt viljum við öll finna fyrir því að við séum einhvers virði. Þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að íslenskt táknmál hlaut sinn réttmæta sess við hlið íslenskunnar í lagalegum skilningi er enn langt í land. En við megum ekki gefast upp; við megum ekki deyja ráðalaus heldur verðum við að sýna hugrökku börnunum sem sátu á ganginum samstöðu og skilning. Sýnum þeim að við erum tilbúin til að vera til staðar fyrir þau; til að gefa þeim tækifæri til að skilja og vera skilin. Það er kannski ekki þörf á því nú að raða stólum fram á gangi og krossleggja hendur en nú þurfum við hins vegar að líta upp, horfa í augu náungans, viðurkenna tilvist hvors annars, sýna að við erum tilbúin til að eiga samskipti hvort við annað, við sjáum hvort annað og finnum að við erum séð, gefum öðrum tækifæri til að skilja og vera skilin. Við höfum nefnilega öll getu til að skapa rými þar sem samkennd og skilningur ríkir. Líkt og ég sagði hér í byrjun,þá trúi ég því að við höfum öll frá einhverju merkilegu að segja. Líkt og nemandi minn á yngsta stigi sem gaf sig á tal við mig eftir kennslu fyrir ekki svo löngu síðan og í kjölfarið skildi ég betur tilveru hans og líðan. Nemandinn horfði á mig blíðlega og sagði með sínu barnslega sakleysi; „vá hvað lífið væri furðulega skemmtilegt ef öll myndu tala táknmál - meira að segja pabbi!“ Við höfum öll íslenskt táknmál í höndum okkar, líkt og slagorð Félags heyrnarlausra segir og því vil ég hvetja ykkur að lokum til að setja hendur upp! Sögulegar heimildir í greininni eru sóttar í doktorsritgerð Valgerðar Stefánsdóttur frá árinu 2023, Án táknmáls er ekkert líf. Upp með hendur!, sem hún varði við Háskóla Íslands. Ritgerðin markar mikilvæg tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenskt táknmál (ÍTM) því hún er fyrsta heildstæða yfirlitið um uppruna og þróun þess. Ég vil hvetja öll áhugasöm að kynna sér efni doktorsritgerðar Valgerðar, sem má finna í opnum aðgangi hér. Höfundur er menntaður táknmálstúlkur og starfar sem táknmálskennari í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Ung kona í þeirri forréttindastöðu að heyra, sjá, geta talað og geta tekið þátt í samfélaginu á allan þann hátt sem mér þóknast. Og ekki nóg með það, þá starfa ég sem táknmálskennari í grunnskóla. En af hverju ekki ég? Ég trúi því nefnilega að við höfum öll eitthvað merkilegt að segja, höfum öll eitthvað fram að færa og þörfnumst öll eins; að á okkur sé hlustað og við séum skilin. Sú mannlega þrá að mynda og eiga tengsl við annað fólk ríkir svo sterkt innra með okkur öllum. Til þess notum við ýmsar leiðir, við reynum að ofur útskýra svo fólk skilji okkur betur, breytum okkur sjálfum svo það sé ekki of flókið að skilja okkur og afsökum okkur svo þegar það mistekst. Í öllum tilvikunum þurfa þó skilaboðin að komast áleiðis, komast manna á milli fyrir tilstilli tungumáls. En hvað gerum við þegar fólkið í kringum okkur neitar okkur um að gera okkur skiljanleg á nokkurn hátt, líkt og gert var með táknmálsbanninu um heim allan um aldamótin 1900. Banninu var framfylgt hér á landi frá miðri tuttugustu öld og var þá táknmál af öllu tagi bannað innan veggja heyrnleysingjaskólans en kennsla heyrnarlausra hafði fram að því farið fram á táknmáli. Börnin létu það ekki stoppa sig; vegna þess að þar sem er hópur einstaklinga, sem öll hafa þá sömu þrá að skilja og vera skilin, þar er til tungumál. Því stálust börnin til að tala saman á táknmáli utan kennslu, í frímínútum og á heimavistinni án vitundar heyrandi fólks. Börnin nýttu sér allar mögulegar leiðir til að eiga í samskiptum og tengslum hvort við annað, sóttu sér kunnáttu annars staðar frá og auðguðu þannig málið. Þar til þau höfðu loks fengið nóg og gerðu uppreisn (Valgerður Stefánsdóttir, 2023). Nemendurnir tóku stóla fram á gang, stilltu þeim upp í röð eftir ganginum endilöngum, settust í stólana, krosslögðu hendur og neituðu að fara inn í stofur nema þau fengju að tala þar táknmál; ekki fyrr en þeirra tilvist sem manneskjur væri viðurkennd að nýju. Það er því mikill sannleikur í eftirfarandi orðum Terje Basilier: “Ef ég viðurkenni mál annars manns, hef ég þar með viðurkennt manninn. En ef ég viðurkenni ekki mál hans, hef ég þar með hafnað honum, vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Þessi áhrifaríkuorð prýða veggi félags heyrnarlausra og áttu jafn vel við þá sem í dag og alla daga. Árið 2011 fékk íslenskt táknmál loks viðurkenninguna sem Döff fólk hafði barist fyrir lengi. Þau börðust fyrir því að hafa tækifæri til að mynda tengsl, börðust fyrir því að eiga innangengt í samfélag sem hafði kúgað þau og lítillækkað, því þrátt fyrir allt viljum við öll finna fyrir því að við séum einhvers virði. Þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að íslenskt táknmál hlaut sinn réttmæta sess við hlið íslenskunnar í lagalegum skilningi er enn langt í land. En við megum ekki gefast upp; við megum ekki deyja ráðalaus heldur verðum við að sýna hugrökku börnunum sem sátu á ganginum samstöðu og skilning. Sýnum þeim að við erum tilbúin til að vera til staðar fyrir þau; til að gefa þeim tækifæri til að skilja og vera skilin. Það er kannski ekki þörf á því nú að raða stólum fram á gangi og krossleggja hendur en nú þurfum við hins vegar að líta upp, horfa í augu náungans, viðurkenna tilvist hvors annars, sýna að við erum tilbúin til að eiga samskipti hvort við annað, við sjáum hvort annað og finnum að við erum séð, gefum öðrum tækifæri til að skilja og vera skilin. Við höfum nefnilega öll getu til að skapa rými þar sem samkennd og skilningur ríkir. Líkt og ég sagði hér í byrjun,þá trúi ég því að við höfum öll frá einhverju merkilegu að segja. Líkt og nemandi minn á yngsta stigi sem gaf sig á tal við mig eftir kennslu fyrir ekki svo löngu síðan og í kjölfarið skildi ég betur tilveru hans og líðan. Nemandinn horfði á mig blíðlega og sagði með sínu barnslega sakleysi; „vá hvað lífið væri furðulega skemmtilegt ef öll myndu tala táknmál - meira að segja pabbi!“ Við höfum öll íslenskt táknmál í höndum okkar, líkt og slagorð Félags heyrnarlausra segir og því vil ég hvetja ykkur að lokum til að setja hendur upp! Sögulegar heimildir í greininni eru sóttar í doktorsritgerð Valgerðar Stefánsdóttur frá árinu 2023, Án táknmáls er ekkert líf. Upp með hendur!, sem hún varði við Háskóla Íslands. Ritgerðin markar mikilvæg tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenskt táknmál (ÍTM) því hún er fyrsta heildstæða yfirlitið um uppruna og þróun þess. Ég vil hvetja öll áhugasöm að kynna sér efni doktorsritgerðar Valgerðar, sem má finna í opnum aðgangi hér. Höfundur er menntaður táknmálstúlkur og starfar sem táknmálskennari í grunnskóla.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun