Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að lokað sé í Bakkaselsbrekku vegna umferðaróhapps sem unnið er að því að leysa úr. Snjóþekja og skafrenningur er á veginum og einnig er mjög blint þar. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Öxnadal.
Öxnadalsheiðin var lokuð í gær og í nótt vegna ófærðar og slæms skyggnis og var loks opnað fyrir umferð á ný um klukkan níu í morgun. Var þá notast við fylgdarakstur.