Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:37 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“ Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“
Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira