„Veit að hún er að hugsa málið“ Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. apríl 2024 19:10 Katrín Jakobsdóttir er að hugsa málið um mögulegt forsetaframboð, að sögn samstarfsmanns hennar Orra Páls Jóhannssonar. Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. „Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“ Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“
Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira