Sigurður Ingi frestar fundum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra fari svo að Katrín bjóði fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23