Býst við svipuðum fjölda gistinótta á hótelum í ár
![Ásberg Jónsson, forstjóri Travel Connect, og Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels. Eldgos hafa dregið úr fjölda ferðamanna til Íslands rétt eins og hátt verðlag.](https://www.visir.is/i/941A31E793C5DB5495CAE99A7923416BE4072585650FDB23EA08B4E91AAD4228_713x0.jpg)
Eftirspurnin eftir ferðum til Íslands í sumar er minni en fyrir ári en búast má við að fleiri bóki með skömmum fyrirvara en áður, segir forstjóri samsteypu ferðaskrifstofa. „Það lítur út fyrir gott sumar,“ að sögn framkvæmdastjóra hótelkeðju sem reiknar með að fjöldi gistinótta á hótelum verði með svipuðum hætti og í fyrra.