Maður í manns stað Íris E. Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 17:01 Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar