Maður í manns stað Íris E. Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 17:01 Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar