„Fréttir eru ekki ókeypis“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 18:46 Herferð Blaðamannafélagsins hefur vakið athygli síðan hún var gefin út í síðasta mánuði. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður félagsins ræddi boðskap hennar og viðbrögðin sem hún hefur fengið við blaðamann. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir minnst tíu milljarða króna fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. Hún viðrar hugmyndina um að almenningur borgi áskrift fyrir fréttir til þess að blaðamennskunni verði haldið á floti en starfsgreinin hefur samkvæmt nýrri vitundarherferð félagsins aldrei verið mikilvægari. Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur gegnt formennsku Blaðamannafélags Íslands frá árinu 2021 og býður sig nú fram á ný. Í dag varð ljóst að engin mótframboð hafi borist í embættið og er hún því sjálfkjörin til áframhaldandi formannssetu. „Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar Blaðamannafélagsins, sem var frumsýnd í síðasta mánuði. Auglýsingin, sem nálgast má neðar í fréttinni, hefur vakið athygli almennings. En hann kann að spyrja sig, hvers vegna? Blaðamaður hafði samband við Sigríði Dögg, sem átti svör við því. „Við erum að horfast í augu við það, í nánast öllum vestrænum ríkjum, að þetta er breytt neysluumhverfi miðla. Sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla,“ segir Sigríður. Óljós skil milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar Hún segir notendur eyða sífellt meiri tíma á samfélagsmiðlum á kostnað fjölmiðla. Skilin milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar verði óljósari eftir því sem flæði milli þeirra eykst. Til að mynda birti fréttamiðlar fréttir á samfélagsmiðlum. „Og það getur verið erfitt fyrir marga að gera upp á milli þess hvaða upplýsingum megi treysta og hverjum ekki,“ segir Sigríður Dögg. Umræða um upplýsingaóreiðu og upplýsingaofgnótt hefur verið áberandi upp á síðkastið, ekki að ástæðulausu. Hennar vegna segir Sigríður blaðamennsku aldrei verið mikilvægari. „Vegna þess að það er svo mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað blaðamennska er, hvernig blaðamenn vinna og af hverju það megi treysta upplýsingar sem settar eru fram samkvæmt siðareglum blaðamennskunnar,“ segir Sigríður Dögg. En siðareglurnar byggja meðal annars á að sannreyna upplýsingar, nálgast mál frá mörgum hliðum og setja þau í samhengi. Sigríður segir blaðamenn finna fyrir því í samtölum við fólk að margir geri sér enga grein fyrir því hver munurinn á upplýsingum sem fást frá áhrifavöldum og eru settar fram í fréttamiðlum sé. Pælingin með útlitinu á auglýsingunum sé að fanga óreiðuna sem er í upplýsingunum sem sífellt streyma til okkar. „Og þetta mikla magn af upplýsingum sem dynur á manni.“ View this post on Instagram A post shared by Blaðamannafélag Íslands (@press.is) Byrjunin á stærra verkefni Sigríður Dögg segir herferðina þegar hafa vakið umtal. „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við höfum fengið mjög mikil og góð viðbrögð.“ „En við getum samt ekki hætt hér, við erum ekki búin,“ bætir Sigríður Dögg við. Hún segir herferðina í raun grunn að stærra verkefni sem snúist um að halda áfram samtalinu við samfélagið um hvers vegna blaðamennska sé mikilvæg og hvað sé hægt að gera til þess að stuðla að því að sem flestir og fjölbreyttastir fjölmiðlar geti starfað. „Og ein leiðin er að fólk gerist áskrifendur. Þá gæti næsti kaflinn í þessari herferð verið að vekja fólk til vitundar um hvað það geti gert.“ Hún bendir á mikilvægi þess að auglýsendur auglýsi í íslenskum miðlum. Minnst tíu milljarðar fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. „Og þetta eru brjálæðislega stórar upphæðir,“ segir Sigríður Dögg og að þær skipti sköpum þegar kemur að rekstri fjölmiðla. „Ef að fólk áttar sig á því að það þarf að leggja sitt að mörkum til þess að hér séu öflugir, faglegir fréttamiðlar, þá þarf það annað hvort að gera áskrifendur eða að fyrirtæki kaupi auglýsingar í fjölmiðla. Fréttir eru ekki ókeypis. Fagleg blaðamennska er ekki ókeypis.“ Fjölmiðlar Stéttarfélög Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. 19. mars 2024 15:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur gegnt formennsku Blaðamannafélags Íslands frá árinu 2021 og býður sig nú fram á ný. Í dag varð ljóst að engin mótframboð hafi borist í embættið og er hún því sjálfkjörin til áframhaldandi formannssetu. „Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar Blaðamannafélagsins, sem var frumsýnd í síðasta mánuði. Auglýsingin, sem nálgast má neðar í fréttinni, hefur vakið athygli almennings. En hann kann að spyrja sig, hvers vegna? Blaðamaður hafði samband við Sigríði Dögg, sem átti svör við því. „Við erum að horfast í augu við það, í nánast öllum vestrænum ríkjum, að þetta er breytt neysluumhverfi miðla. Sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla,“ segir Sigríður. Óljós skil milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar Hún segir notendur eyða sífellt meiri tíma á samfélagsmiðlum á kostnað fjölmiðla. Skilin milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar verði óljósari eftir því sem flæði milli þeirra eykst. Til að mynda birti fréttamiðlar fréttir á samfélagsmiðlum. „Og það getur verið erfitt fyrir marga að gera upp á milli þess hvaða upplýsingum megi treysta og hverjum ekki,“ segir Sigríður Dögg. Umræða um upplýsingaóreiðu og upplýsingaofgnótt hefur verið áberandi upp á síðkastið, ekki að ástæðulausu. Hennar vegna segir Sigríður blaðamennsku aldrei verið mikilvægari. „Vegna þess að það er svo mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað blaðamennska er, hvernig blaðamenn vinna og af hverju það megi treysta upplýsingar sem settar eru fram samkvæmt siðareglum blaðamennskunnar,“ segir Sigríður Dögg. En siðareglurnar byggja meðal annars á að sannreyna upplýsingar, nálgast mál frá mörgum hliðum og setja þau í samhengi. Sigríður segir blaðamenn finna fyrir því í samtölum við fólk að margir geri sér enga grein fyrir því hver munurinn á upplýsingum sem fást frá áhrifavöldum og eru settar fram í fréttamiðlum sé. Pælingin með útlitinu á auglýsingunum sé að fanga óreiðuna sem er í upplýsingunum sem sífellt streyma til okkar. „Og þetta mikla magn af upplýsingum sem dynur á manni.“ View this post on Instagram A post shared by Blaðamannafélag Íslands (@press.is) Byrjunin á stærra verkefni Sigríður Dögg segir herferðina þegar hafa vakið umtal. „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við höfum fengið mjög mikil og góð viðbrögð.“ „En við getum samt ekki hætt hér, við erum ekki búin,“ bætir Sigríður Dögg við. Hún segir herferðina í raun grunn að stærra verkefni sem snúist um að halda áfram samtalinu við samfélagið um hvers vegna blaðamennska sé mikilvæg og hvað sé hægt að gera til þess að stuðla að því að sem flestir og fjölbreyttastir fjölmiðlar geti starfað. „Og ein leiðin er að fólk gerist áskrifendur. Þá gæti næsti kaflinn í þessari herferð verið að vekja fólk til vitundar um hvað það geti gert.“ Hún bendir á mikilvægi þess að auglýsendur auglýsi í íslenskum miðlum. Minnst tíu milljarðar fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. „Og þetta eru brjálæðislega stórar upphæðir,“ segir Sigríður Dögg og að þær skipti sköpum þegar kemur að rekstri fjölmiðla. „Ef að fólk áttar sig á því að það þarf að leggja sitt að mörkum til þess að hér séu öflugir, faglegir fréttamiðlar, þá þarf það annað hvort að gera áskrifendur eða að fyrirtæki kaupi auglýsingar í fjölmiðla. Fréttir eru ekki ókeypis. Fagleg blaðamennska er ekki ókeypis.“
Fjölmiðlar Stéttarfélög Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. 19. mars 2024 15:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. 19. mars 2024 15:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent