Utan vallar: Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er heimasíða KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Keflavík og Stjarnan geta bæði flakkað um töfluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tölfræði og upplýsingagjöf var lengi vel stolt Körfuknattleikssambands Íslands en ekki lengur. Nú skammast menn út í og skammast sín fyrir þá upplýsingagjöf sem sambandið býður upp á. Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum