„Var hættur að horfa í spegil“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Árni var mest 130 kíló. Árni Björn Kristjánsson er í dag þriggja barna hamingjusamur faðir. En leiðin þangað var nokkuð erfið. „Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
„Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil
Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01