Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á von á að ríkisstjórnin haldi áfram þrátt fyrir að forsætisráðherra færi í framboð. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18
Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32