Þetta staðfestir Eiríkur Valberg lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild í samtali við fréttastofu. Hann segir að málið hafi verið sent til ákærusviðs frá rannsóknardeild í gær og að það verði svo líklega sent áfram til Héraðssaksóknara í dag eða allra næstu dögum. mbl.is greindi fyrst frá.
Kona um fimmtugt, móðir drengsins, var handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald 1. febrúar síðastliðinn en tilkynnt var um andlát drengsins daginn áður. 7. febrúar var gæsluvarðhaldið framlengt um fjórar vikur og þegar það rann út var það framlengt um aðrar fjórar, til 3. apríl.
Eiríkur segir gæsluvarðhald yfir móðurinni hafa verið framlengt aftur í gær þannig að 12 vikna heimild lögreglu til gæsluvarðhalds verði fullnýtt. Það þýðir að konan er úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25. apríl næstkomandi.