Fótbolti

Róbert Orri sendur á láni frá Mont­real

Aron Guðmundsson skrifar
Róbert Orri í leik með Montreal
Róbert Orri í leik með Montreal Mynd: CF Montreal

Íslenski knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson hefur verið lánaður til norska félagsins Konsvinger í næstefstu deild Noregs frá MLS liði Montreal. Þetta staðfestir Montreal í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. 

Róbert, sem hefur verið á mála hjá Montreal síðan árið 2021 hefur fengið fá tækifæri hjá félaginu eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Þessi miðvörður, sem á að baki A-landsleiki fyrir Íslands hönd vonast nú til að geta fundið fjölina á nýjan leik í Noregi. 

Kongsvinger leikur í norsku B-deildinni sem er nýfarin af stað. Liðið vann sinn leik í fyrstu umferðinni gegn Ranheim og á næsta leik gegn Lyn á útivelli á sunnudaginn kemur. Þar gæti Róbert fengið sínar fyrstu mínútur með liðinu.

Róbert er uppalinn hjá Aftureldingu og hóf fyrst að leika með meistaraflokki félagsins áður en að leiðin lá til Breiðabliks. Þaðan lá leiðin út í atvinnumennsku í MLS deildinni. Róbert á að baki landsleiki fyrir öll yngri landsleik Íslands og fjóra A-landsleiki. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×