Tólf ára árásarmaðurinn segist sjá eftir gjörðum sínum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 22:50 Tólf ára drengur var skotinn til bana og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega. AP/Roni Rekomaa Tólf ára árásarmaðurinn sem hóf skothríð í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi á þriðjudaginn segist sjá eftir gjörðum sínum. Lögregla yfirheyrði hann í gær og mun yfirheyrsla halda áfram ótímabundið. Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka. Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka.
Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16