Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 10:01 Leikmenn Man United voru allt annað en sáttir með að dómari leiksins skildi bæta átta mínútum við og dæma svo vítaspyrnu þegar sá tími var svo gott sem liðinn. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47