Gert upp á milli strákaliða eftir getu: „Blaut tuska í andlit drengjanna“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 14:39 Krakkarnir í Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur, vegna eldgosa. Myndin tengist greininni aðeins með óbeinum hætti. UMFG Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér harðyrta yfirlýsingu vegna Íslandsmóts 11 ára drengja sem fara á fram á Ísafirði um helgina. Í henni segir að KKÍ hafi gert upp á milli iðkenda, með því að fækka leikjum liða í B-, C- og D-riðli en ekki í A-riðli. Samkvæmt yfirlýsingunni gerir slæm veðurspá það að verkum að KKÍ ákvað að stytta mótið, en um er að ræða 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja. Þessi stytting hafi hins vegar aðeins átt við lið í neðra getustigi. Þannig hafi A-lið Grindavíkur átt að spila fimm leiki og sú dagskrá haldið sér en B-lið félagsins, sem átti að spila fjóra leiki í C-riðli, eingöngu að fá tvo leiki. Tilkynning þess efnis hafi borist klukkan 15:34 í gær, rétt áður en skrifstofa KKÍ lokaði, og við þetta hafi Grindvíkingar ekki viljað una. Ekki náðist í framkvæmdastjóra eða mótastjóra KKÍ við vinnslu greinarinnar. „Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga sem reyndu áfram að fá hlutunum breytt: „Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög.“ Börn úr Grindavík gengið í gegnum ýmislegt í vetur Grindvíkingar segja að í kjölfarið hafi snemma í morgun önnur félög fengið þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B-, C- og D-riðli, líkt og Grindvíkingar hafi viljað. Þeir hafi ekki fengið þær upplýsingar á sama tíma og því ekki getað sent sína drengi á mótið. „Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga en hana má lesa í heild hér að neðan. Köld skilaboð frá KKÍ - Skipta ekki allir iðkendur jafn miklu máli? Um helgina fer fram 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja í körfuknattleik á Ísafirði. Til stóð að Grindavík myndi senda tvö lið til keppni. Annað liðið átti að keppa fimm leiki í A riðli, en drengirnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshóp. Hitt liðið átti að keppa fjóra leiki í C riðli. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til að fara vestur enda hafa þeir ekki fengið mörg tækifæri í vetur til þess að vera saman sem lið. Til stóð að strákarnir myndu leggja af stað snemma í morgun til þess að ná fyrsta leik í kvöld. Klukkan 15:34 í gær barst hins vegar póstur frá skrifstofu KKÍ þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að stytta mótið vegna slæmrar veðurspár um helgina. A liðið fengi að spila sína fimm leiki en B liðið myndi eingöngu fá tvo leiki. Skrifstofa KKÍ lokaði kl. 16:00. Við þetta gátu þjálfarar og foreldrar ekki sætt sig við. Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra. Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög. Klukkan 7:30 í morgun fá einhver félög þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B, C og D riðli líkt og Grindavík vildi. Ef Grindavík hefði fengið þessar upplýsingar á sama tíma og þessi félög, væru okkar drengir á leiðinni á mótið eins og undirbúið hafði verið. Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma. Ljóst er að starfsfólk KKÍ hefur með starfsháttum sínum undanfarna daga margbrotið siðareglur sambandsins um hlutleysi, vandvirkni, heiðarleika og gagnsæi við ákvarðanatöku. Þá er minnt á að starfsfólk KKÍ á að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik, ekki eingöngu þeirra sem eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Loks á starfsfólk KKÍ að leysa ágreining á sanngjarnan hátt en ekki með þeirri framkomu sem þau hafa sýnt á undanförnum sólarhring. Yfirþjálfarar barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFG óska eftir því að stjórn KKÍ taki framkomu og starfshætti starfsfólks sambandsins til skoðunar með siðareglur sambandsins í huga. Jafnframt fara yfirþjálfarar fram á að öll þau lið sem skráð voru til leiks í byrjun vikunnar fái tækifæri til þess að leika þá leiki sem skráðir voru á þeim tímapunkti. Körfubolti Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingunni gerir slæm veðurspá það að verkum að KKÍ ákvað að stytta mótið, en um er að ræða 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja. Þessi stytting hafi hins vegar aðeins átt við lið í neðra getustigi. Þannig hafi A-lið Grindavíkur átt að spila fimm leiki og sú dagskrá haldið sér en B-lið félagsins, sem átti að spila fjóra leiki í C-riðli, eingöngu að fá tvo leiki. Tilkynning þess efnis hafi borist klukkan 15:34 í gær, rétt áður en skrifstofa KKÍ lokaði, og við þetta hafi Grindvíkingar ekki viljað una. Ekki náðist í framkvæmdastjóra eða mótastjóra KKÍ við vinnslu greinarinnar. „Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga sem reyndu áfram að fá hlutunum breytt: „Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög.“ Börn úr Grindavík gengið í gegnum ýmislegt í vetur Grindvíkingar segja að í kjölfarið hafi snemma í morgun önnur félög fengið þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B-, C- og D-riðli, líkt og Grindvíkingar hafi viljað. Þeir hafi ekki fengið þær upplýsingar á sama tíma og því ekki getað sent sína drengi á mótið. „Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga en hana má lesa í heild hér að neðan. Köld skilaboð frá KKÍ - Skipta ekki allir iðkendur jafn miklu máli? Um helgina fer fram 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja í körfuknattleik á Ísafirði. Til stóð að Grindavík myndi senda tvö lið til keppni. Annað liðið átti að keppa fimm leiki í A riðli, en drengirnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshóp. Hitt liðið átti að keppa fjóra leiki í C riðli. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til að fara vestur enda hafa þeir ekki fengið mörg tækifæri í vetur til þess að vera saman sem lið. Til stóð að strákarnir myndu leggja af stað snemma í morgun til þess að ná fyrsta leik í kvöld. Klukkan 15:34 í gær barst hins vegar póstur frá skrifstofu KKÍ þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að stytta mótið vegna slæmrar veðurspár um helgina. A liðið fengi að spila sína fimm leiki en B liðið myndi eingöngu fá tvo leiki. Skrifstofa KKÍ lokaði kl. 16:00. Við þetta gátu þjálfarar og foreldrar ekki sætt sig við. Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra. Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög. Klukkan 7:30 í morgun fá einhver félög þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B, C og D riðli líkt og Grindavík vildi. Ef Grindavík hefði fengið þessar upplýsingar á sama tíma og þessi félög, væru okkar drengir á leiðinni á mótið eins og undirbúið hafði verið. Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma. Ljóst er að starfsfólk KKÍ hefur með starfsháttum sínum undanfarna daga margbrotið siðareglur sambandsins um hlutleysi, vandvirkni, heiðarleika og gagnsæi við ákvarðanatöku. Þá er minnt á að starfsfólk KKÍ á að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik, ekki eingöngu þeirra sem eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Loks á starfsfólk KKÍ að leysa ágreining á sanngjarnan hátt en ekki með þeirri framkomu sem þau hafa sýnt á undanförnum sólarhring. Yfirþjálfarar barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFG óska eftir því að stjórn KKÍ taki framkomu og starfshætti starfsfólks sambandsins til skoðunar með siðareglur sambandsins í huga. Jafnframt fara yfirþjálfarar fram á að öll þau lið sem skráð voru til leiks í byrjun vikunnar fái tækifæri til þess að leika þá leiki sem skráðir voru á þeim tímapunkti.
Köld skilaboð frá KKÍ - Skipta ekki allir iðkendur jafn miklu máli? Um helgina fer fram 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja í körfuknattleik á Ísafirði. Til stóð að Grindavík myndi senda tvö lið til keppni. Annað liðið átti að keppa fimm leiki í A riðli, en drengirnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshóp. Hitt liðið átti að keppa fjóra leiki í C riðli. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til að fara vestur enda hafa þeir ekki fengið mörg tækifæri í vetur til þess að vera saman sem lið. Til stóð að strákarnir myndu leggja af stað snemma í morgun til þess að ná fyrsta leik í kvöld. Klukkan 15:34 í gær barst hins vegar póstur frá skrifstofu KKÍ þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að stytta mótið vegna slæmrar veðurspár um helgina. A liðið fengi að spila sína fimm leiki en B liðið myndi eingöngu fá tvo leiki. Skrifstofa KKÍ lokaði kl. 16:00. Við þetta gátu þjálfarar og foreldrar ekki sætt sig við. Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra. Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög. Klukkan 7:30 í morgun fá einhver félög þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B, C og D riðli líkt og Grindavík vildi. Ef Grindavík hefði fengið þessar upplýsingar á sama tíma og þessi félög, væru okkar drengir á leiðinni á mótið eins og undirbúið hafði verið. Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma. Ljóst er að starfsfólk KKÍ hefur með starfsháttum sínum undanfarna daga margbrotið siðareglur sambandsins um hlutleysi, vandvirkni, heiðarleika og gagnsæi við ákvarðanatöku. Þá er minnt á að starfsfólk KKÍ á að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik, ekki eingöngu þeirra sem eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Loks á starfsfólk KKÍ að leysa ágreining á sanngjarnan hátt en ekki með þeirri framkomu sem þau hafa sýnt á undanförnum sólarhring. Yfirþjálfarar barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFG óska eftir því að stjórn KKÍ taki framkomu og starfshætti starfsfólks sambandsins til skoðunar með siðareglur sambandsins í huga. Jafnframt fara yfirþjálfarar fram á að öll þau lið sem skráð voru til leiks í byrjun vikunnar fái tækifæri til þess að leika þá leiki sem skráðir voru á þeim tímapunkti.
Körfubolti Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira