Lakers á siglingu og Denver aftur komið í efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 10:45 LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers sem er á góðri leið að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá er Denver Nuggets komið í efsta sæti Vesturdeildar á nýjan leik. Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97. Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa. D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar. The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REBAD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLKDLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq— NBA (@NBA) April 6, 2024 Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins. Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013. Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR— NBA (@NBA) April 7, 2024 Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum. Úrslitin í nótt: Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110 NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97. Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa. D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar. The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REBAD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLKDLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq— NBA (@NBA) April 6, 2024 Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins. Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013. Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR— NBA (@NBA) April 7, 2024 Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum. Úrslitin í nótt: Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110
Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira