Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 12:08 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu. Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira