Guðrún - Okkar biskup Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sr. Sigurður Grétar Helgason og Kristín Kristjánsdóttir skrifa 8. apríl 2024 08:31 Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun