Endrick er enn að spila í brasilíska boltanum en augu Evrópu er á honum því strákurinn er á leiðinni til Real Madrid í sumar.
Endrick endaði síðasta mánuð með því að skora sín tvö fyrstu mörk fyrir landsliðið en það fyrra tryggði liðinu sigur á Englandi á Wembley. Hann varð þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994.
Endrick skoraði síðan einnig í leiknum á móti Spáni en sá leikur var spilaður á verðandi heimavelli hans Santiago Bernabeu.
Í gær hjálpaði Endrick síðan liði Palmeiras að vinna Sao Paulo fylkistitilinn þriðja árið í röð.
Endrick has 5 career trophies at 17, Kane has ZERO career trophies at 30 pic.twitter.com/Z85dcgs5JY
— RMFC (@TeamRMFC) April 7, 2024
Palmeiras gerði það með því að vinna nágrannanna og erkifjendurna í Santos 2-0. Endrick fiskaði vítið sem gaf fyrra markið. Santos hafði unnið fyrri úrslitaleikinn 1-0.
„Ég veit að ég er hluti af nýrri kynslóð. Ég hef þurft að komast í gegnum margt. Mig dreymir um að verða átrúnaðargoð fyrir öll börn,“ sagði Endrick. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.
„Ég veit líka að það verður erfitt því það er fólk sem líkar ekki við mig en ég vil verða þeirra átrúnaðargoð líka. Ég vil að þetta fólk horfi á mig og hugsa að þar sem að hann komst þangað þá geta þau það líka,“ sagði Endrick.
Endrick var líka hluti að liðinu sem vann þennan titil í fyrra sem og liðunum sem varð brasilískur meistari 2022 og 2023. Hann er því kominn með marga titla á ferilskrána þrátt fyrir ungan aldur.
MOTM + 5th Career trophy at 17
— Collins (@_collins_a) April 8, 2024
Endrick is exceptional pic.twitter.com/CVK61VEKNd