Max Eberl kom þjálfara sínum til varnar eftir 2-3 tap á móti Heidenheim í þýsku deildinni um helgina.
Það hefur verið vitað í nokkurn tíma að Thomas Tuchel mun hætta sem þjálfari Bayern í sumar. Eberl segir það ekki inn í myndinni að reka hann áður en tímabilið klárast.
Max Eberl war nach dem nächsten Tiefpunkt des schwer angeschlagenen FC Bayern in dieser Saison komplett bedient.
— Sky Sport (@SkySportDE) April 6, 2024
"Und wir sollten gucken, dass wir relativ schnell das Bayern-Wappen würdiger vertreten."#SkyBuli #FCHFCB pic.twitter.com/wycS7OYd6w
Þvert á móti þá fann Eberl til með þjálfara sínum eftir vonbrigðin á laugardaginn.
„Thomas var mjög tilfinningasamur í þessari viku. Hann gaf allt sitt í taktíkherberginu. Síðan fær hann eitthvað svona í staðinn frá leikmönnum sínum. Hann átti það svo sannarlega ekki skilið,“ sagði Max Eberl við Sport1.
„Þetta eru allt landsliðsmenn. Þeir eru margfaldir þýskir meistarar og hafa unnið Meistaradeildina. Ég býst við meiri karlmennsku. Þetta á ekki að vera andlit Bayern út á við,“ sagði Eberl.
Tapið þýðir að Bayern er nú sextán stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Leverkusen liðinu vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn og enda um leið ellefu ára sigurgöngu Bæjara.
Max Eberl über die Trainersuche beim FC Bayern pic.twitter.com/z7j48Bw2sI
— Fussballfc (@Fussball_fc) April 7, 2024