Clark setti met þegar hún skoraði átján stig í 1. leikhluta í úrslitaleiknum í gær þar sem Iowa Hawkeyes tapaði fyrir South Carolina Gamecocks. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leikhluta í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans.
Þessi frábæra byrjun Clarks vakti eðlilega mikla athygli og fólk var duglegt að tjá sig um hana á samfélagsmiðlum. Þar á meðal var sjálfur LeBron. Hann sagði einfaldlega að ef hrifist ekki af Clark værirðu hælbítur. LeBron bað hana svo að halda sig fjarri svoleiðis fólki.
If you don t rock with Caitlin Clark game you re just a FLAT OUT HATER!!!!! Stay far away from them people!! PLEASE
— LeBron James (@KingJames) April 7, 2024
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem LeBron hrósar Clark en í síðustu viku kallaði hann hana íkon sem hafi gert ofboðslega mikið fyrir kvennakörfuboltann.
Clark er stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans. Hún leiddi Iowa til tveggja úrslitaleikja í röð. Liðið tapaði þeim hins vegar báðum fyrir South Carolina.