Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:31 Kiril Lazarov, landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu, var settur í ansi ómanneskjulega stöðu í gær. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta. Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust. EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust.
EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira