„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. mars 2025 22:16 Logi Gunnarsson hrósaði sigri gegn sínum gamla læriföður í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld. „Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
„Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti