„Vonandi lærum við af þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. mars 2025 21:20 Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR. Vísir/Anton Brink KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR. Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“ Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“
Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira