Bílunum stútað á meðan þau skruppu út að borða Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:22 Hrafnhildur Alice , Hlynur og annar bílanna sem gerð voru skemmdarverk á í gær. Vísir Á meðan Hlynur og Hrafnhildur Alice skruppu að fá sér að borða í gærkvöldi voru framin skemmdarverk á bílum þeirra. Rúður voru brotnar með einhverskonar barefli og lofti hleypt úr dekkjum bílanna. Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira