Hjálpaðu Körfuboltakvöldi við að velja besta lið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 11:00 Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds völdu þessa fimm í sameiginlegt byrjunarlið beggja liða. S2 Sport Subway Körfuboltakvöld hefur verið að leita að besta liði körfuboltasögunnar í allan vetur og nú er komið að úrslitum. Átta lið byrjuðu keppnina í haust en nú standa bara tvö eftir. Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru kannski ekki alveg sáttir við hvaða lið komust í úrslitin en gátu lítið breytt því. Valið um besta lið sögunnar stendur á milli KR-liðsins frá 2009 og Njarðvíkurliðsins frá 2002. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðinga Subway Körfuboltakvöld fara yfir þessi tvö lið. Klippa: Körfuboltakvöld: Besta lið sögunnar - úrslit KR endurheimti Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil 2008-08 en þeir voru þá báðir á toppi ferilsins. Helgi Már Magnússon var líka heima á Íslandi eftir að hafa komið heim ári fyrr. Í viðbót við þá var mjög sterkur íslenskur kjarni í þessu KR-liði, leikmenn sem höfðu unnið titilinn vorið 2007. KR-ingar byrjuðu á því að vinna Fyrirtækjabikarinn, þeir unnu 21 af 22 deildarleikjum sínum en urðu að sætta sig við tap á móti Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum. Það voru ein óvæntustu úrslit sögunnar. KR varð deildarmeistari og vann síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á móti Grindavík eftir að hafa lent 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. KR vann tvo síðustu leikina og tryggðu sér titilinn. Njarðvíkingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn vorið 2001. Friðrik Ragnarsson og Teitur Örlyggsson þjálfuðu liðið saman 2000-01 en þetta tímabil var Teitur óbreyttur leikmaður á ný og Friðrik einn þjálfari liðsins. Þetta var síðasta tímabil Loga Gunnarssonar með Njarðvík áður en hann fór út í atvinnumennskuna. Þetta var líka fyrsta tímabil Brenton Birmingham eftir að hann fékk íslenskt vegabréf og því gat liðið bætt við Bandaríkjamanninum Peter Philo í liðið. Njarðvíkingar unnu tvöfalt þetta tímabil (Íslandsmeistarar og bikarmeistarar) en urðu í öðru sæti í deildarkeppninni. Þeir sópuðu Keflvíkingum 3-0 í úrslitaeinvíginu en þetta var tíundi Íslandsmeistaratitil Teits Örlygssonar með Njarðvík. Hér fyrir neðan getur þú lesandi góður hjálpað Subway Körfuboltakvöldi að velja besta lið sögunnar. Hvort er það KR 2009 eða Njarðvík 2002? Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Átta lið byrjuðu keppnina í haust en nú standa bara tvö eftir. Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru kannski ekki alveg sáttir við hvaða lið komust í úrslitin en gátu lítið breytt því. Valið um besta lið sögunnar stendur á milli KR-liðsins frá 2009 og Njarðvíkurliðsins frá 2002. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðinga Subway Körfuboltakvöld fara yfir þessi tvö lið. Klippa: Körfuboltakvöld: Besta lið sögunnar - úrslit KR endurheimti Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil 2008-08 en þeir voru þá báðir á toppi ferilsins. Helgi Már Magnússon var líka heima á Íslandi eftir að hafa komið heim ári fyrr. Í viðbót við þá var mjög sterkur íslenskur kjarni í þessu KR-liði, leikmenn sem höfðu unnið titilinn vorið 2007. KR-ingar byrjuðu á því að vinna Fyrirtækjabikarinn, þeir unnu 21 af 22 deildarleikjum sínum en urðu að sætta sig við tap á móti Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum. Það voru ein óvæntustu úrslit sögunnar. KR varð deildarmeistari og vann síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á móti Grindavík eftir að hafa lent 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. KR vann tvo síðustu leikina og tryggðu sér titilinn. Njarðvíkingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn vorið 2001. Friðrik Ragnarsson og Teitur Örlyggsson þjálfuðu liðið saman 2000-01 en þetta tímabil var Teitur óbreyttur leikmaður á ný og Friðrik einn þjálfari liðsins. Þetta var síðasta tímabil Loga Gunnarssonar með Njarðvík áður en hann fór út í atvinnumennskuna. Þetta var líka fyrsta tímabil Brenton Birmingham eftir að hann fékk íslenskt vegabréf og því gat liðið bætt við Bandaríkjamanninum Peter Philo í liðið. Njarðvíkingar unnu tvöfalt þetta tímabil (Íslandsmeistarar og bikarmeistarar) en urðu í öðru sæti í deildarkeppninni. Þeir sópuðu Keflvíkingum 3-0 í úrslitaeinvíginu en þetta var tíundi Íslandsmeistaratitil Teits Örlygssonar með Njarðvík. Hér fyrir neðan getur þú lesandi góður hjálpað Subway Körfuboltakvöldi að velja besta lið sögunnar. Hvort er það KR 2009 eða Njarðvík 2002?
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum