„Hún er líklega ristarbrotin“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. apríl 2024 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna kvenna í kvöld Vísir/Bára Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira