Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 9. apríl 2024 07:00 Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun