Real Madrid vill spila „innanhúss“ á móti Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 11:00 Pep Guardiola og lærisveinar hans gætu spilað við nýjar aðstæður á Santiago Bernabeu í kvöld. Getty/Alberto Gardin/Angel Martinez Spænska félagið Real Madrid hefur sent inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að fá að loka þakinu á Santiago Bernabeu leikvanginum þegar liðið mætir Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira