Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:38 Vilhjálmur Árnason segir styttast í tilkynningu frá formönnum ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. „Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17
Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33