Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 9. apríl 2024 08:30 Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun