Tækifærin liggja á landsbyggðinni Anton Guðmundsson skrifar 10. apríl 2024 07:31 Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið. Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði, aukin tækifæri sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun, landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land. Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%. 63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa. Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mannfjöldi Suðurnesjabær Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið. Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði, aukin tækifæri sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun, landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land. Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%. 63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa. Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar