Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 10. apríl 2024 08:03 Katrín Jakobsdóttir er ekki lengur forsætisráðherra landsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan. Ef vaktin birtist ekki að neðan þá er ráð að endurhlaða síðuna.
Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan. Ef vaktin birtist ekki að neðan þá er ráð að endurhlaða síðuna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. 9. apríl 2024 22:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. 9. apríl 2024 22:06