Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 08:59 Katrín afhenti Bjarna lyklana í morgun. Mynd/Sigurjón Sigurjónsson Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira