Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 08:59 Katrín afhenti Bjarna lyklana í morgun. Mynd/Sigurjón Sigurjónsson Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira