Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 12:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sinn annan fyrsta dag í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira