Segir ríkisstjórn Bjarna „nýtt hræðslubandalag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 20:01 „Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna,“ segir Sigmundur um ríkisstjórn Bjarna. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira