Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 10:52 Teitur Björn sagði brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur „straumhvörf“. Vísir/Vilhelm „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“ Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“
Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira