Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2024 11:06 Reglulega hefur verið fjallað um húsið við Geirsgötu í fjölmiðlum í tímans rás. Kallað var eftir andlitslyftingu í þessari grein sem birtist árið 1977. Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira