Hvar eiga krakkarnir að búa núna? Indriði Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 11:30 Við Píratar héldum á dögunum málþing um húsnæðismál með það fyrir augum að velta upp spurningunni hvað við getum gert til styttri tíma? Sem og að velta því upp hvort hægt sé að stytta tímalínur og auka mögulega aðgengi að því húsnæði sem þegar er til. Við fengum til okkar góða fyrirlesara frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtökum iðnaðarins og Leigjendasamtökunumð sem lögðu hver fram sinn vinkil á vandamálinu og hvað við getum gert. Við fengum yfirferð. Það er óhætt að segja að umræðan hafi verið lífleg og fróðleg. Í lokin voru pallborðsumræður fyrirlesara og annarra góðra gesta sem gerðu efninu mjög góð skil. Ekki voru öll sammála um lausn vandans en alger samhljómur var um að vandinn er brýnn og nauðsynlegt að leysa hann. Byggjum bara meira Það er ljóst að við þurfum að byggja meira, við erum enn að súpa seyðið af þeim árum upp úr hruninu þar sem ekkert var byggt. Því miður sýna tölurnar það að við erum bara ekki að byggja nóg til að uppfylla eftirspurn og ef horft er nokkur ár fram í tímann benda tölur til að við drögumst enn meira aftur úr. En tímalína byggingaframkvæmda er bara því miður þannig að það sem við byggjum núna mun ekki nýtast fyrr en eftir nokkur ár. Börnum fækkar hlutfallslega hér á landi en öldruðum fjölgar og íbúðaþörfin eykst því stöðugt. Við þurfum því að bregðast við strax en halda uppbyggingunni áfram á sama tíma Húsnæðið er allt of dýrt Það er alveg ljóst að húsnæði er allt of dýrt. Séu síðustu tveir til þrír áratugir skoðaðir hefur húsnæði hækkað margfalt á við verðlag og stór hluti þeirrar þróunar hefur orðið á síðustu 5 árum. Þrátt fyrir að laun hafi líka hækkað umfram verðlag, og hagur þeirra sem eiga húsnæði því vænkast nokkuð, hefur húsnæðisverð hækkað margfalt á við laun. Hagstjórnarákvarðanir hafa þrýst húsnæðisverði upp umfram aðrar verðlagshækkanir. Þeim fækkar sífellt sem eignast eigið húsnæði og æ fleiri eiga tvær, þrjár eða jafnvel enn fleiri íbúðir. Byggjum vel Hvernig sem við tökumst á við vandann getum við ekki leyft okkur að draga úr gæðum húsnæðisins. Við verðum að tryggja að hvort tveggja við nýbyggingu og viðhald húsnæðis sé húsnæði hérlendis í stakk búið til að takast á við íslenska veðráttu. Því miður virðist hafa orðið rof í byggingarannsóknum í kjölfar niðurlagningar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins auk þess sem verktökum sem starfa áratugum saman og byggja mörg hús fer fækkandi og í stað þeirra koma stök verkefni byggð á undirverktöku. Hættan er sú að þetta hafi í för með sér verri gæði húsnæðis og meiri áhættu fyrir neytendur sem kaupa nýtt húsnæði. Leigjendur í afar slæmri stöðu Á Húsnæðisþinginu kom einnig fram að staða leigjenda er slæm. Mikil hækkun leigu, jafnvel mánaðarlega, lítið öryggi og leigjendur oft að flytja og geta gjarnan ekki tryggt sér húsnæði í þeim hverfum sem þeir vilja. Þetta getur haft slæm áhrif á heilsu leigjenda, valdið kvíða og komið niður á möguleikum til félagslegrar þátttöku og almenns framgangs í lífinu. Það er erfitt að þurfa að leigja húsnæði sem hentar engan veginn þegar ekkert annað býðst. Eftir því sem fleiri eignir rata til þeirra sem eiga eignir fyrir eða lögaðila stækkar sá hópur sem leigir og við verðum að tryggja komandi kynslóðum möguleikann á öruggri búsetu. Annars er hætt við að þær leiti erlendis til að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Hvað er þá til ráða? Margar tillögur komu að því hvað við ættum að gera núna. Margar liggja þegar fyrir í hvítbók um húsnæðismál, eins og: Hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu Útgreiðsla hlutdeildarlán á framkvæmdatíma, Beina húsnæðisstuðningi að tekjulágum og fyrstu kaupendum frekar en almennum kaupendum Skýra regluverk um gististarfsemi Fjölga byggingarhæfum lóðum Tímabinda uppbyggingarheimildir Styrkja tæknilega grunninnviði Aðrar tillögur snúa að byggingarumhverfi og fjármögnun framkvæmda. Til dæmis voru lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu, stytting tímalína og takmarkað aðgengi að hlutdeildarlánum gagnrýnd. Af einföldum tillögum má nefna takmarkanir á hækkun leigu, takmarkanir á skammtímaleigu, aukið aðgengi að félagslegu húsnæði og fleira. Grunnvandamálið er þó að húsnæði á ekki að vera pólitískt þrætuepli heldur þarf að vera víð samstaða á Alþingi og í sveitarstjórum um að vinna hratt og vel að lausnum. Húsnæðismarkaðurinn Sumar af tillögunum þyrfti að útfæra.Aðrar eru þegar til en munu ekki komast til framkvæmda því þær koma ekki frá réttum flokki. En allar þessar tillögur eru líklegar til að draga úr stökkbreytingu á húsnæðis og leiguverði og nauðsynlegt að við sameinumst um að koma sem flestum þeirra til framkvæmda óháð því hvaðan tillögurnar komu upprunalega. Við skuldum okkur sjálfum og komandi kynslóðum tækifæri til að búa sér heimili á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og varabæjarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Húsnæðismál Píratar Leigumarkaður Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við Píratar héldum á dögunum málþing um húsnæðismál með það fyrir augum að velta upp spurningunni hvað við getum gert til styttri tíma? Sem og að velta því upp hvort hægt sé að stytta tímalínur og auka mögulega aðgengi að því húsnæði sem þegar er til. Við fengum til okkar góða fyrirlesara frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtökum iðnaðarins og Leigjendasamtökunumð sem lögðu hver fram sinn vinkil á vandamálinu og hvað við getum gert. Við fengum yfirferð. Það er óhætt að segja að umræðan hafi verið lífleg og fróðleg. Í lokin voru pallborðsumræður fyrirlesara og annarra góðra gesta sem gerðu efninu mjög góð skil. Ekki voru öll sammála um lausn vandans en alger samhljómur var um að vandinn er brýnn og nauðsynlegt að leysa hann. Byggjum bara meira Það er ljóst að við þurfum að byggja meira, við erum enn að súpa seyðið af þeim árum upp úr hruninu þar sem ekkert var byggt. Því miður sýna tölurnar það að við erum bara ekki að byggja nóg til að uppfylla eftirspurn og ef horft er nokkur ár fram í tímann benda tölur til að við drögumst enn meira aftur úr. En tímalína byggingaframkvæmda er bara því miður þannig að það sem við byggjum núna mun ekki nýtast fyrr en eftir nokkur ár. Börnum fækkar hlutfallslega hér á landi en öldruðum fjölgar og íbúðaþörfin eykst því stöðugt. Við þurfum því að bregðast við strax en halda uppbyggingunni áfram á sama tíma Húsnæðið er allt of dýrt Það er alveg ljóst að húsnæði er allt of dýrt. Séu síðustu tveir til þrír áratugir skoðaðir hefur húsnæði hækkað margfalt á við verðlag og stór hluti þeirrar þróunar hefur orðið á síðustu 5 árum. Þrátt fyrir að laun hafi líka hækkað umfram verðlag, og hagur þeirra sem eiga húsnæði því vænkast nokkuð, hefur húsnæðisverð hækkað margfalt á við laun. Hagstjórnarákvarðanir hafa þrýst húsnæðisverði upp umfram aðrar verðlagshækkanir. Þeim fækkar sífellt sem eignast eigið húsnæði og æ fleiri eiga tvær, þrjár eða jafnvel enn fleiri íbúðir. Byggjum vel Hvernig sem við tökumst á við vandann getum við ekki leyft okkur að draga úr gæðum húsnæðisins. Við verðum að tryggja að hvort tveggja við nýbyggingu og viðhald húsnæðis sé húsnæði hérlendis í stakk búið til að takast á við íslenska veðráttu. Því miður virðist hafa orðið rof í byggingarannsóknum í kjölfar niðurlagningar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins auk þess sem verktökum sem starfa áratugum saman og byggja mörg hús fer fækkandi og í stað þeirra koma stök verkefni byggð á undirverktöku. Hættan er sú að þetta hafi í för með sér verri gæði húsnæðis og meiri áhættu fyrir neytendur sem kaupa nýtt húsnæði. Leigjendur í afar slæmri stöðu Á Húsnæðisþinginu kom einnig fram að staða leigjenda er slæm. Mikil hækkun leigu, jafnvel mánaðarlega, lítið öryggi og leigjendur oft að flytja og geta gjarnan ekki tryggt sér húsnæði í þeim hverfum sem þeir vilja. Þetta getur haft slæm áhrif á heilsu leigjenda, valdið kvíða og komið niður á möguleikum til félagslegrar þátttöku og almenns framgangs í lífinu. Það er erfitt að þurfa að leigja húsnæði sem hentar engan veginn þegar ekkert annað býðst. Eftir því sem fleiri eignir rata til þeirra sem eiga eignir fyrir eða lögaðila stækkar sá hópur sem leigir og við verðum að tryggja komandi kynslóðum möguleikann á öruggri búsetu. Annars er hætt við að þær leiti erlendis til að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Hvað er þá til ráða? Margar tillögur komu að því hvað við ættum að gera núna. Margar liggja þegar fyrir í hvítbók um húsnæðismál, eins og: Hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu Útgreiðsla hlutdeildarlán á framkvæmdatíma, Beina húsnæðisstuðningi að tekjulágum og fyrstu kaupendum frekar en almennum kaupendum Skýra regluverk um gististarfsemi Fjölga byggingarhæfum lóðum Tímabinda uppbyggingarheimildir Styrkja tæknilega grunninnviði Aðrar tillögur snúa að byggingarumhverfi og fjármögnun framkvæmda. Til dæmis voru lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu, stytting tímalína og takmarkað aðgengi að hlutdeildarlánum gagnrýnd. Af einföldum tillögum má nefna takmarkanir á hækkun leigu, takmarkanir á skammtímaleigu, aukið aðgengi að félagslegu húsnæði og fleira. Grunnvandamálið er þó að húsnæði á ekki að vera pólitískt þrætuepli heldur þarf að vera víð samstaða á Alþingi og í sveitarstjórum um að vinna hratt og vel að lausnum. Húsnæðismarkaðurinn Sumar af tillögunum þyrfti að útfæra.Aðrar eru þegar til en munu ekki komast til framkvæmda því þær koma ekki frá réttum flokki. En allar þessar tillögur eru líklegar til að draga úr stökkbreytingu á húsnæðis og leiguverði og nauðsynlegt að við sameinumst um að koma sem flestum þeirra til framkvæmda óháð því hvaðan tillögurnar komu upprunalega. Við skuldum okkur sjálfum og komandi kynslóðum tækifæri til að búa sér heimili á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og varabæjarfulltrúi Pírata
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun